73. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 11. júní 2024 kl. 09:10


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Elín Íris Fanndal (EÍF), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Guðný Birna Guðmundsdóttir (GBG), kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 72. fundar var samþykkt.

2) 920. mál - ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf. Kl. 09:10
Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Vilhelmsson, Katrínu Oddsdóttur og Harald Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Þórberg Guðjónsson frá Arctica Finance.

Nefndin ræddi drög að framhaldsnefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Teiti Birni Einarssyni, Ágústi Bjarna Garðarssyni, Diljá Mist Einarsdóttur, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur. Guðbrandur Einarsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir sátu hjá. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Elín Íris Fanndal greiddu atkvæði gegn afgreiðslu málsins.

Undir framhaldsnefndarálit meiri hluta rita Teitur Björn Einarsson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Steinunn Þóra Árnadóttir.

3) 1130. mál - breyting á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ Kl. 09:54
Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) 917. mál - virðisaukaskattur og kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða Kl. 10:27
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið úr nefnd var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit með breytingartillögu meiri hluta rita: Teitur Björn Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Diljá Mist Einarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

5) Önnur mál Kl. 10:36
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:38