74. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 12. júní 2024 kl. 11:30


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 11:30
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 12:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Evu Sjöfn Helgadóttur (ESH), kl. 11:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 11:30
Elín Íris Fanndal (EÍF), kl. 11:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 11:30
Guðný Birna Guðmundsdóttir (GBG), kl. 11:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 11:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 11:30

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:30
Frestað.

2) 920. mál - ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf. Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásgeir Brynjar Torfason.

Nefndin afgreiddi framhaldsnefndarálit að nýju.

Tillaga um að afgreiða málið var samþykkt af Teiti Birni Einarssyni, Ágústi Bjarna Garðarssyni, Diljá Mist Einarsdóttur, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur.

Undir framhaldsnefndarálit meiri hluta rita: Teitur Björn Einarsson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Steinunn Þóra Árnadóttir.

3) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10