23. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 9. desember 2011 kl. 13:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 13:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 13:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 13:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 13:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 13:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 13:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 13:00
Drögum að fundargerð síðasta fundar, nr. 22, var dreift og þau samþykkt.

2) 304. mál - hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Kl. 13:05
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt út úr nefndinni. Allir með (HHj, LRM, MSch, SkH, GÞÞ, TÞH, BJ, ÞrB).

3) 317. mál - virðisaukaskattur Kl. 13:10
Á fundinn komu Jóna Björk Guðnadóttir og Sigurjón Högnason frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Hafdís Böðvarsdóttir og Hallgrímur Ásgeirsson frá Landsbankanum, Árni Jóhannsson og Sigurður B. Halldórsson frá Samtökum iðnaðarins, Guðmundur Guðbjörnsson frá ERGO-Íslandsbanka, Sigurbjörg Leifsdóttir og Pétur Örn Sverrisson frá Lýsingu og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins.

Dreift var á fundinum tillögu SFF að breytingum á frumvarpinu ásamt skýringum, ódagsett og óundirrituð. Tillagan var þegar í stað send skattyfirvöldum á tölvupósti en samkvæmt fundarboði höfðu fulltrúar ríkisskattstjóra verið boðaðir á fundinn, kl. 16:15.

4) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 14:00
Á fundinn komu Ingibjörg Helga Helgadóttir, Sigurður Guðmundsson og Guðrún Þórdís frá fjármálaráðuneytinu.

Á fundinum gerði formaður, Helgi Hjörvar, í áheyrn gestanna, nefndinni grein fyrir helstu tillögum til breytinga sem meiri hluti nefndarinnar leggur til við frumvarpið. Formaður óskaði eftir því að viðstaddir gættu trúnaðar um efni þeirra til næsta fundar sem haldinn verður eftir helgi.

5) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 14:00
Málið var rætt samhliða síðasta máli nr. 195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum) og með sömu gestum.

Á fundinum gerði formaður, Helgi Hjörvar, í áheyrn gestanna, nefndinni grein fyrir helstu tillögum til breytinga sem meiri hluti nefndarinnar leggur til við frumvarpið. Formaður óskaði eftir því að viðstaddir gættu trúnaðar um efni þeirra til næsta fundar sem haldinn verður eftir helgi.

Formaður gerði hlé á fundi frá kl. 14:45 til 15:15.

6) 370. mál - greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi Kl. 15:15
Á fundinn komu Kjartan Gunnarsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og kynnti frumvarpið. Að því búnu svaraði hann spurningum nefndarmanna varðandi málið.

Dreift var á fundinum drögum að breytingartillögum sem ráðuneytið leggur til við nefndina ásamt skýringum.

Um kl. 15:50 vék fulltrúi ráðuneytisins af fundinum en inn gengu Guðjón Rúnarsson og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Dreift var umsögn SFF við málið, dags. 9. des., og minnisblað SFF, dags. 9. des. Yfirskrift minnisblaðsins er samanburður á kostnaði og umfangi fjármálaeftirlits á Íslandi og í nokkrum nágrannaríkjum innan Evrópu.

7) 317. mál - virðisaukaskattur Kl. 16:15
Á fundinn komu Maríanna Jónasdóttir frá fjármálaráðuneytinu, Skúli Eggert Þórðarson, Ingvar Rögnvaldsson, Óskar Albertsson og Jón Guðmundsson frá ríkisskattstjóra, Jóna Björk Guðnadóttir og Sigurjón Högnason frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Árni Jóhannsson, Skarphéðinn Ómarsson og Sigurður B Halldórsson frá Samtökum iðnaðarins, Guðmundur Guðbjörnsson frá ERGO-Íslandsbanka og Sigurbjörg Leifsdóttir og Pétur Örn Sverrisson frá Lýsingu.

Á fundinum gerði fulltrúi fjármálaráðuneytis og fulltrúar ríkisskattstjóra grein fyrir afstöðu sinni til þeirrar tillögu Samtaka fjármálafyrirtækja sem dreift hafði verið undir sama dagskrármáli fyrr á fundinum. Að því búnu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

Dreift var á fundinum umsögn Samtaka iðnaðarins við tillögum SFF, dags. 9. des., sem borist höfðu fyrr á fundinum.

8) 368. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda Kl. 17:00
Á fundinn komu Maríanna Jónasdóttir, Hafdís Ólafsdóttir og Lilja Sturludóttir frá fjármálaráðuneytinu, Gylfi Arnbjörsson frá ASÍ, Hannes Sigurðsson frá SA, Stefán Baldursson frá BHM, Þórey Þórðardóttir frá LL ásamt Hrafni Bragasyni og Kristjáni Geir Péturssyni frá úttektarnefnd LL og Halldóra E. Ólafsdóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson frá FME. Elín Björg Jónsdóttir frá BSRB var viðstödd umræðuna með aðstoð símfundarbúnaðar.

Fulltrúar fjármálaráðuneytisins kynntu frumvarpið og þar á eftir fengu gestirnir tækifæri til að lýsa viðhorfum sínum til frumvarpsins. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál. Kl. 18:11
Fleira var ekki rætt.

Lilja Mósesdóttir var stödd erlendis.
LRM vék af fundi um kl. 14:45.
MSch vék af fundi um kl. 14:30 og kom aftur um kl. 16:00.
SkH vék af fundi um kl. 14:40 og kom aftur um kl. 16:00.
Frá kl. 15:30 til 16:00 tók varaformaður, ÞrB, við stjórn fundarins þar sem formaður, HHj, vék tímabundið af fundi.

Fundi slitið kl. 18:11