28. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. desember 2011 kl. 18:45


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 18:45
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 18:45
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) fyrir BJJ, kl. 18:45
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 18:45
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 18:45
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 18:45
Skúli Helgason (SkH), kl. 18:45
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 18:45
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 18:45

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 18:55
Á fundinn komu Maríanna Jónasdóttir frá fjármálaráðuneyti og Guðjón Rúnarsson og Örn Arnarson. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna varðandi málið.

2) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 18:55
Málið var rætt samhliða 1. dagskrármálinu, þ.e. máli nr. 193 (fjársýsluskattur)

Fulltrúi fjármálaráðuneytisins fór yfir minnisblað sem dreift var á kvöldfundi nefndarinnar í gær og svaraði að því búnu spurningum nefndarmanna.

3) 368. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda Kl. 19:45
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og breytingartillögum.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin.
Ritari las upp bréf forsætisráðherra og fjármálaráðherra til forseta ASÍ og framkvæmdastjóra SA, dags. 13. desember 2011 sem birt verður sem fylgiskjal við álitið.
Meiri hlutinn stóð að afgreiðslu málsins.
- Með á áliti meiri hluta (HHj, ÞrB, MSch, SkH, LRM)

4) 371. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 18:54
Formaður tók fram að málið væri enn til skoðunar.

5) 317. mál - virðisaukaskattur Kl. 18:50
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og breytingartillögum.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin.
Meiri hlutinn stóð að afgreiðslu málsins.
- Með á áliti (HHj, ÞrB, LRM, MOS, SkH, LMós)
- Fulltrúar sjálfstæðismanna tóku fram að þeir myndu ekki standa í vegi fyrir afgreiðslu málsins.

6) Önnur mál. Kl. 19:30
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.

Fundurinn haldinn í færeyska herbergi Skála.

Fundi slitið kl. 19:30