32. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. janúar 2012 kl. 10:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:30
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 11:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:30
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 10:30
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:30
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:30
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 10:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:30
Drögum að fundargerð síðasta fundar, nr. 31. var dreift og þau samþykkt.

2) 304. mál - hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Kl. 10:30
Dreift var á fundinum drögum að framhaldsnefndaráliti ásamt minnisblaði Seðlabanka Íslands, dags. 11. janúar.
Varaformaður las álitið í heyranda hljóði og lagði siðan til að málið yrði tekið til afgreiðslu.
Að ósk einstakra nefndarmanna var ákveðið að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

3) 191. mál - hlutafélög og einkahlutafélög Kl. 10:40
Umræðu frestað.

4) 41. mál - tekjuskattur Kl. 10:40
Á fundinn komu Guðmundur Andri Skúlason frá Samtökum lánþega, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá ríkisskattstjóra. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Félags löggiltra endurskoðenda og Viðskiptaráðs sem boðaðir höfðu verið mættu ekki.

Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Verðtrygging. Kl. 11:35
Haldinn var símafundur með Ólafi Margeirssyni, doktorsnema í hagfræði, sem staddur var í París. Hann lýsti sjónarmiðum sínum til verðtryggingar og svaraði spurningum nefndarmanna.

Í miðju samtali rofnaði sambandið við Ólaf og voru nefndarmenn því beðnir um að koma spurningum sínum á framfæri í tölvupósti til ritara sem myndi framsenda á Ólaf.

Formaður, Helgi Hjörvar, lagði til við nefndarmenn að þeir kæmu á framfæri frekari tillögum að gestaboðunum við ritara.

6) Önnur mál. Kl. 12:06
SkH óskaði eftir að nefndin tæki á dagskrá reynsluna af nýafstöðnu útboði hlutabréfa í Högum og að á fundinn yrðu kallaðir fulltrúar Arion banka, Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins.

HHj sat fundinn með aðstoð símfundarbúnaðar.
LRM sat fundinn með aðstoð símfundarbúnaðar.
MOSch vék af fundi um kl. 11:30.

Fundi slitið kl. 12:06