36. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. janúar 2012 kl. 09:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:30
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:30
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:30
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:30
Þuríður Backman (ÞBack) fyrir ÞrB, kl. 09:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:30
Drögum að fundargerðum funda nr. 33 og 34 var dreift og þau samþykkt.

2) 369. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 09:30
Á fundinn komu Tómas Eiríksson hdl. f.h. Össurar, Páll og Magnús Harðarsynir og Magnús Kristinn Ásgeirsson frá Kauphöll Íslands (Nasdaq OMX), Barbara Inga Albertsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu og Erna Jónsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Fulltrúi Össuarar gerði grein fyrir sjónarmiðum fyrirtækisins til málsins en að því búnu var leitað viðbragða frá öðrum gestum fundarins. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Dreif var minnisblaði Tómasar Eiríkssonar til efnahags- og viðskiptanefndar ásamt tillögu að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari breytingum. Einnig var dreift áliti danska Fjármálaeftirlitsins, dags. 9. desember 2011 með heitinu vurdering af lovvalg ved overtagelsestilbud for islandsk selskab.

3) 367. mál - tollalög Kl. 10:00
Á fundinn komu Ögmundur Hrafn Magnússon frá fjármálaráðuneyti og Hörður Davíð Harðarson frá tollstjóra. Fulltrúi ráðuneytisins kynnti frumvarpið og að því búnu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

Formaður lagði til að nefndin tæki ekki afstöðu til þess hvort málinu yrði vísað til umsagnar fyrr en að boðaður samráðsfundur tollyfirvalda með tilgreindum hagsmunaaðilum hefði farið fram og að nefndinni hefði borist minnisblað um efni hans. Samþykkt.

4) 376. mál - frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins Kl. 10:30
Á fundinn komu Guðrún Þorleifsdóttir frá fjármálaráðuneytinu og Guðrún Jenný Jónsdóttir og Jón Á. Tryggvason frá ríkisskattstjóra. Fulltrúi ráðuneytisins kynnti frumvarpi og að því búnu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

Formaður lagði til að lokinni umræðu um þetta dagskrármál að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

5) 365. mál - kjararáð og Stjórnarráð Íslands Kl. 11:00
Á fundinn kom Gunnar Björnsson og Björn Rögnvaldsson frá fjármálaráðuneyti og kynntu frumvarpið. Fulltrúi Kjararáðs hafði verið boðaður til fundarins en mætti of seint. Fulltrúar ráðuneytisins svöruðu spurningum nefndarmanna.

Formaður lagði til að lokinni umræðu um þetta dagskrármál að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

6) 278. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 11:30
Á fundinn kom Helga Óskarsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og kynnti frumvarpið. Síðan svaraði hún spurningum nefndarmanna.

7) 367. mál - tollalög Kl. 11:45
Beðið með að vísa málinu til umsagnar, sbr. það sem fyrr greinir.

8) 376. mál - frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins Kl. 11:45
Málinu vísað til umsagnar, sbr. það sem fyrr greinir.

9) 365. mál - kjararáð og Stjórnarráð Íslands Kl. 11:45
Málinu vísað til umsagnar, sbr. það sem fyrr greinir.

10) Önnur mál. Kl. 11:45
Formaður tók fram að fengist hefði vilyrði velferðarnefndar fyrir því að efnahags- og viðskiptanefnd fjallaði um málefni umboðsmanns skuldara í samræmi við beiðni GÞÞ.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
LRM var fjarverandi.
MOSch yfirgaf fundinn að loknu öðru dagskrármálinu.
ÞBack sat fundinn í fjarveru ÞrB sem boðaði forföll.

Fundi slitið kl. 11:45