57. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:40
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:10

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 508. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 09:05
Málinu var vísað frá atvinnuveganefnd til umsagnar efnahags- og viðskiptanefndar.

Á fundinn komu Sigurgeir Þorgeirsson og Ólafur Friðriksson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, Almar Guðmundsson og Páll Rúnar Mikael Torfason frá Félagi atvinnurekenda og Lárus M.K. Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu. Gestirnir gerðu grein fyrir viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 269. mál - vörumerki Kl. 10:00
Á fundinn komu Jón Ögmundur Þormóðsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Borghildur Erlingsdóttir frá Einkaleyfastofu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestirnir voru farnir lét formaður dreifa drögum að nefndaráliti og breytingartillögum og lagði til að málið yrði afgreitt til 2. umræðu.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir.
Allir með: (HHj, LRM, SkH, TÞH, LMós, MN, JónG)
TÞH, LMós og JónG voru með fyrirvara.

3) 367. mál - tollalög Kl. 10:10
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögum og lagði til að málið yrði afgreitt til 2. umræðu.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir.
Allir með (HHj, LRM, SkH, TÞH, LMós, MN, JónG)
TÞH og JónG voru með fyrirvara.

4) 278. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 10:15
Afgreiðslu málsins var frestað.

5) 255. mál - Bankasýsla ríkisins Kl. 10:30
Málinu var vísað til umsagnar á síðasta löggjafarþingi.
Formaður tók fram að hann væri reiðubúinn að senda málið á ný til umsagnar ef vilji flutningsmanna stæði til þess.

6) 253. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 10:30
Málinu var vísað til umsagnar á síðasta löggjafarþingi.
Formaður tók fram að hann væri reiðubúinn að senda málið á ný til umsagnar ef vilji flutningsmanna stæði til þess.

7) 510. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 10:30
Formaður lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

8) 415. mál - stimpilgjald Kl. 10:30
Formaður lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

9) 580. mál - almenn niðurfærsla á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar Kl. 10:30
Formaður lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

10) Viðbrögð stjórnvalda við Hæstaréttardómi nr. 600/2011 varðandi ólögmæti gengistryggðra lána. Kl. 10:40
Nefndin ræddi drög að frumvarpi sem samið var í innanríkisráðuneyti og varðar breytingar á réttarfarslögum.

11) Verðtrygging. Kl. 10:55
Formaður gerði stuttlega grein fyrir mismunandi sjónarmiðum nefdarmanna til verðtryggingar.

12) Lán til Kaupþings í október 2008. Kl. 11:00
Nefndin ræddi sameiginlega með fjárlaganefnd um lánveitingu Seðlabanka Íslands til Kaupþings 6. október 2008 gegn veði í danska FIH bankanum.
Fundað var um þennan dagskrárlið í fundarherbergi fjárlaganefndar.

Á fundinum kom m.a. fram sá vilji einstakra þingmanna að viðeigandi nefndir þingsins eða eftir atvikum ríkisendurskoðandi öfluðu upplýsinga um og legðu mat sitt á það verklag sem stjórnendur Seðlabankans hefðu viðhaft við afgreiðslu lánsins. Í framhaldi af því var óskað álits nefndasviðs (og eftir atvikum aðallögfræðings Alþingis) á því á hvaða vettvangi þingsins æskilegast sé að slík upplýsingaöflun og umfjöllun eigi sér stað. Jafnframt var á fundinum lagt í hendur nefndasviðs að kanna hvaða upplýsinga sé rétt að afla til viðbótar og hvaða upplýsingar liggi nú þegar fyrir.

Nánar vísast í fundargerð fjárlaganefndar.

13) Önnur mál. Kl. 11:30
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
ÞrB og BJJ voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:30