25. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. desember 2012 kl. 10:00


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 10:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 10:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:00

EyH, JBjarn, HHj og LRM voru fjarverandi.
MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Skattlagning lögaðila. Kl. 10:00
Á fundinn kom Þorsteinn Haraldsson, löggiltur endurskoðandi.
Fundarbeiðandi: PHB.
Gesturinn svaraði spurningum fundarbeiðanda og annarra nefndarmanna varðandi þörf á endurskoðun skattalaga. Gesturinn vakti athygli nefndarinnar á tilteknum samskiptum sínum við skattyfirvöld.

2) Uppgjör fallinna fjármálafyrirtækja og áhrif þess á afnám hafta. Kl. 10:30
Á fundinn komu Már Guðmundsson, Ásgeir Daníelsson, Guðmundur Sigbergsson og Sigríður Benediktsdóttir frá Seðlabanka Íslands.
Gestirnir fóru yfir minnisblað Seðlabanka Íslands frá 21. nóvember sl. sem hefur að geyma svör bankans við spurningum tilgreindra nefndarmanna.
Gestirnir fóru yfir og afhentu í ljósriti eftirtalin gögn sem báru yfirskriftina:
- "Hrein staða við útlönd sem hlutfall af VLF"
- "International investment position of OECD countries"
- "Kynning undirbúin fyrir bankaráð SÍ frá nóvember 2012 (aflandskrónur, endurgreiðslur erl. lána, þrotabúin)".
- "Skuldabyrði við mismunandi skilyrði varðandi hagvöxt og verðbólgu".

Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 106. mál - verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Kl. 11:55
Á fundinn komu Guðbjörg Eva Baldursdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Sigríður Benediktsdóttir og Guðmundur Sigbergsson frá Seðlabanka Íslands.

Ræddar voru spurningar sem nefndin sendi Seðlabankanum á 14. fundi nefndarinnar.
Óskað var eftir því að Seðlabankinn sendi nefndinni svarið í formi minnisblaðs.

Dreift var minnisblaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til nefndarinnar frá 16. nóvember sl. varðandi skattalega samruna verðbréfasjóða.

4) Önnur mál. Kl. 12:00
Dreift var á fundinum minnisblaði Fjármálaeftirlitsins (FME) varðandi greiðslur slitastjórna sem GÞÞ óskaði eftir á fundi 17. otkóber sl.
Í fundarboði sem sent var út fyrir fundinn, 29. nóv. sl., var óskað eftir að fulltrúar FME mættu til að ræða annars vegar greiðslur til slitastjórna (fundarbeiðandi GÞÞ) og hins vegar hæfi eigenda fjármálafyrirtækja (fundarbeiðandi LMós). FME tilkynnti fyrir fundinn að fulltrúar þess kæmust ekki til fundarins og voru ástæður þess raktar í tölvupósti til ritara nefndarinnar frá 30. nóv. sl. Tölvupóstinum var dreift á fundinum.

LMós óskaði eftir að láta bóka mótmæli vegna fjarveru fulltrúa FME á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:05