45. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu Skála, fimmtudaginn 24. janúar 2013 kl. 13:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 13:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 13:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 13:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 13:00

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) 457. mál - sala fasteigna og skipa Kl. 13:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar

2) 489. mál - vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga Kl. 13:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar

3) 503. mál - endurskoðendur Kl. 13:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar

4) 504. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 13:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar

5) 469. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda Kl. 13:06
Ákveðið var að senda málið til umsagnar

6) 439. mál - ökutækjatryggingar Kl. 13:05
Ákveðið að senda málið til umsagnar

7) 93. mál - bókhald Kl. 13:05
Fjallað var um 93. mál um bókhald og 94. mál um ársreikningar saman. Fyrir nefndina mættu fulltrúar Kauphallarinnar of fóru yfir málið með nefndinni.

8) 94. mál - ársreikningar Kl. 13:40
Fjallað var um 93. mál um bókhald og 94. mál um ársreikningar saman.

9) Önnur mál. Kl. 10:16
Ekki voru önnur mál rædd á fundinum

Fundi slitið kl. 13:40