73. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. mars 2013 kl. 19:08


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 19:08
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 19:08
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 19:08
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 19:08
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 19:08
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 19:08
Skúli Helgason (SkH), kl. 19:08
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH) fyrir GÞÞ, kl. 19:08

LRM hafði boðað forföll.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 677. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 19:08
Nefndin tók til umfjöllunar 677. mál og fékk á sinn fund Hörpu Theodórsdóttur og Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Kynntu þær efni málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 680. mál - tekjuskattur Kl. 19:30
Nefndin tók til umfjöllunar 680. mál og fékk á sinn fund Margréti Sæmundsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Guðrúnu Þorleifsdóttur og Ingibjörgu Helgu Helgadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Ingvar Rögnvaldsson frá ríkisskattstjóra. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 51. mál - bætt skattskil Kl. 19:46
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt út sem allir viðstaddir voru sammála.
Að nefndaráliti standa: HHj, MSch, ÁÞS, SkH, EyH og LMós.

4) 60. mál - virðisaukaskattur Kl. 19:47
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt út sem allir viðstaddir voru sammála.
Að nefndaráliti standa: HHj, MSch, ÁÞS, SkH, TÞH, PHB, EyH og LMós.

5) 228. mál - aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka Kl. 19:48
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og lagði til að máið yrði afgreitt út sem allir viðstaddir voru sammála.
Að nefndaráliti standa: HHj, MSch, ÁÞS, SkH, TÞH, PHB, EyH og LMós.

6) 239. mál - aðskilnaður peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins Kl. 19:49
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt út sem allir viðstaddir voru sammála.
Að nefndaráliti standa: HHj, MSch, ÁÞS, SkH, EyH og LMós.

7) Önnur mál. Kl. 19:50
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 19:50