76. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. mars 2013 kl. 09:04


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:04
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:04
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG) fyrir LRM, kl. 09:04
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:04
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:04
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:04
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:04

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:04
Formaður dreifði drögum að fundargerðum síðustu funda sem samþykktar voru í lok fundar.

2) 680. mál - tekjuskattur Kl. 09:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 680. mál og fékk á sinn fund Ingvar Rögnvaldsson og Guðrúnu Jónsdóttur frá ríkisskattstjóra og Maríönnu Jónasdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir athugasemdum varðandi frumvarpið og hvernig hægt væri að bregðast við þeim.
Að lokinni umfjöllun um 680. mál fjölluðu gestirnir að ósk formanns um skattamál tengd stóriðju.

3) Önnur mál. Kl. 09:48
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 09:48