32. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 13. desember 2013 kl. 09:15


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:15
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:15
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:27
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir SJS, kl. 09:15
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir WÞÞ, kl. 09:15
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:15

KaJak vék af fundi kl. 10:11.
GStein vék af fundi kl. 10:12.
ÁPÁ, LínS, JÞÓ og RR voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:15
Fundargerðir 30. og 31. funda voru samþykktar.

2) 205. mál - tollalög o.fl. Kl. 09:23
Á fund nefndarinnar komu Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Jónsson frá Isavia ohf. og Magnús Bjarni Baldursson og Tryggvi H. Blöndal frá Fríhöfninni ehf. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 2. mál - tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 09:48
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Þorleifsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Reimar Pétursson. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 168. mál - vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga Kl. 09:45
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:30