50. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 19. maí 2017 kl. 10:03


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 10:03
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 10:03
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 10:03
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:03
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 10:24
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 10:03
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 10:11

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:03
Fundargerð 49. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) 385. mál - skattar, tollar og gjöld Kl. 10:04
Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg Helga Helgadóttir og Margrét Ágústa Sigurðardóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) 386. mál - skortsala og skuldatryggingar Kl. 10:23
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti og breytingartillögu stóðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis, Brynjar Níelsson, Jón Steindór Valdimarsson, Katrín Jakobsdóttir, með fyrirvara, Lilja Alfreðsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnson.

4) Önnur mál Kl. 10:27
Jón Þór Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun: „Legg til að við fáum gesti í máli 189, kjararáð (lækkun launa til samræmis við launaþróun frá 2013), í næstu viku, að öðrum kosti eins fljótt og auðið er.“

Óli Björn Kárason lagði fram eftirfarandi bókun: „Um leið og tök eru á verða gestir kallaðir fyrir nefndina í máli 189 um kjararáð og verður jafnframt litið til annarra þingmála sem bíða afgreiðslu nefndarinnar.“

Ákveðið var að óska eftir upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneyti varðandi sölu á hlut í Arion banka hf.

Fundi slitið kl. 10:59