40. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. febrúar 2020 kl. 09:07


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:07
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:07
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:07
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:15
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:07
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:07
Halla Gunnarsdóttir (HallaG) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:07
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:43
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:07

Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2020 Kl. 09:07
Til fundarins komu Ásta Valdimarsdóttir, Runólfur Birgir Leifsson, Dagný Brynjólfsdóttir og Guðmann Ólafsson frá heilbrigðisráðuneytinu. Þau fóru yfir fyrirkomulag á eftirfylgni gildandi heilbrigðisstefnu. Bráðabirgðauppgjör Landspítalans fyrir árið 2019 var kynnt ásamt rekstraráætlun spítalans fyrir árið 2020 og áætluð þróun höfuðstóls hans árin 2020-2022. Einnig svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 10:45
Rætt var um fyrirhugaðar heimsóknir nefndarinnar til Seðlabankans og Nýja Landspítalans ohf. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:47
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:48