44. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 4. mars 2024 kl. 09:33


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:33
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:33
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:33
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:33
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:33
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:33
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:33
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:33
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:33

Teitur Björn Einarsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2024 Kl. 09:33
Til fundarins komu Hlynur Hreinsson, Kristinn Hjörtur Jónasson og Andri Már Ólafsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir kynntu áhættumat við framkvæmd fjárlaga 2024. Farið var yfir ferli áhættumatsins, mat á helstu þáttum þess, ábyrgð samkvæmt lögum um opinber fjármál, áhættu vegna náttúruhamfara og ástandsins á Reykjanesi en hún kemur ekki fram í framlögðu áhættumati. Síðan svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 10:40
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá háskóla- iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti um árangurstengda fjármögnun háskóla, m.a. um tölulegar forsendur hennar og breytingar á fjárheimildum. Þá var samþykkt að óska eftir minnisblöðum frá dómsmálaráðuneytinu og félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu um þróun kostnaðar vegna útlendingamála, greiningar á breytingum hans og kostnaðarmati á áhrifum þeirra breytinga sem fyrirhugað er að gera á málaflokknum. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 10:51
Fundargerð 43. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:52