66. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 3. júní 2024 kl. 09:41


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:41
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:41
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:41
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:41
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:41
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:41
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:41
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:41

Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Teitur Björn Einarsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1035. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029 Kl. 09:41
Til fundarins komu Gunnar Ólafsson og Ragnar Sigurður Kristjánsson frá Viðskiptaráði. Þeir kynntu umsögn Viðskiptaráðs og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Önnur mál Kl. 10:56
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um hvað fyrirliggjandi aðhaldskrafa felur í sér varðar mönnun og eða uppsagnir á tímabili áætlunarinnar. Jafnframt að óska eftir minnisblaði um með hvaða hætti unnið hefur verið að hagræðingu í rekstri lögreglunnar undanfarin ár m.a. í ljósi breytingatillagna Alþingis á frumvarpi til fjárlaga á sama tímabili. Þá var samþykkt að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um eftirlit með endurgreiðslum á rannsóknar- og þróunarkostnaði.

3) Fundargerð Kl. 10:59
Fundargerð 65. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:00