9. fundur
fjárlaganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 11. september 2013 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:17
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:10
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:10
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:10
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:10

HHG var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Starf fjárlaganefndar og skipan vinnuhóps Kl. 09:06
Rætt um skipan vinnuhóps fjárlaganefndar. Einnig var rætt um fyrirhugaða vinnuferð fjárlaganefndar til Akureyrar 19. og 20. september nk. en þá mun nefndin heimsækja fjölda opinberra stofnana.

2) Frv. til laga um opinber fjármál Kl. 09:32
Fjármála- og efnahagsráðuneyti: Guðmundur Árnason, Ólafur Reynir Guðmundsson, Þórhallur Arason og Jóhann Rúnar Björgvinsson.
Fulltrúar ráðuneytisins kynntu drög að frumvarpi til laga um opinber fjármál.

3) Önnur mál fjárlaganefndar á 142. þingi Kl. 11:57
Fleira var ekki gert.

4) Fundagerðir fjárlaganefndar á 142. þingi Kl. 11:55
Fundargerðin verður afgreidd í upphafi næsta fundar.

Fundi slitið kl. 12:00