14. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:19
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:09
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:00

Haraldur Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Helgi Hrafn Gunnarsson voru fjarverandi. Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis hjá Alþjóðaþingmannsambandinu.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2014 Kl. 09:04
Samband íslenskra sveitarfélaga: Gunnlaugur Júlíusson, Tryggvi Þórhallsson og Guðjón Bragason.
Rætt var um frumvarp til fjárlaga 2014 og fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

2) Framkvæmd fjárlaga janúar-júní 2013 Kl. 10:07
Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason og Jón Loftur Björnsson. Rætt var um skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga janúar-júní 2013.

3) Staðlar um reikningsskil Kl. 11:04
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Abdul Khan, Johann Seiwald og
Frans Van Schaik.
Fjársýsla ríkisins: Gunnar H. Hall og Stefán Kærnested.

4) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 12:11
Afgreiðslu fundargerðar var frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 12:11