30. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 6. desember 2019 kl. 10:36


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 10:36
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 10:36
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 10:36
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 10:36
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Pál Magnússon (PállM), kl. 10:58
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:40
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:36
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:36
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 10:36

Páll Magnússon var fjarverandi vegna veikinda en Ásmundur Friðriksson mætti í hans stað við afgreiðslu mála. Inga Sæland vék af fundinum kl. 10:50.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Frumvarp til laga um staðfestingu ríkisreiknings 2018 Kl. 10:36
Frumvarpið var afgreitt með nefndaráliti til annarrar umræðu með atkvæðum Willums Þórs Þórssonar, Haraldar Benediktssonar, Steinunnar Þóru Árnadóttur, Ásmundar Friðrikssonar og Njáls Trausta Friðbertssonar. Birgir Þórarinsson, Inga Sæland og Ágúst Ólafur Ágústsson eru samþykk afgreiðslunni en rita undir nefndarálitið með fyrirvara. Björn Leví Gunnarsson sat hjá við afgreiðsluna.

2) 364. mál - fjáraukalög 2019 Kl. 11:00
Frumvarpið var afgreitt með nefndaráliti meiri hluta til annarrar umræðu með atkvæðum Willums Þórs Þórssonar, Haraldar Benediktssonar, Steinunnar Þóru Árnadóttur, Ásmundar Friðrikssonar og Njáls Trausta Friðbertssonar. Minni hlutinn sat hjá við afgreiðsluna. Hann skipa Birgir Þórarinsson, Ágúst Ólafur Ágústsson og Björn Leví Gunnarsson. Minni hlutinn mun leggja fram sameiginlegt nefndarálit. Inga Sæland var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar einnig undir nefndarálit minni hlutans, sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) Önnur mál Kl. 11:11
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:12
Fundargerð 29. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:13