14. fundur
fjárlaganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. nóvember 2011 kl. 16:35


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 16:35
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 16:35
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS), kl. 16:35
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 16:35
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir (EIS) fyrir ÁsbÓ, kl. 16:36
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 16:35
Illugi Gunnarsson (IllG), kl. 16:35
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 16:35
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir SER, kl. 16:36

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 97. mál - fjáraukalög 2011 Kl. 16:36
Lagt fram nefndarálit meiri hluta um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2011. Lögð fram breytingartillaga við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2011 frá meiri hluta fjárlaganefndar.
Frumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd með nefndaráliti meiri hluta. Samþykkir voru: Árni Þór Sigurðsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Oddný G. Harðardóttir.
Kristján Þór Júlíusson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Illugi Gunnarsson og Höskuldur Þór Þórhallsson sátu hjá og munu skila sér nefndaráliti.

2) Önnur mál. Kl. 17:00
Fleira var ekki gert.

Sigmundur Ernir Rúnarsson var við störf á vegum Alþingis erlendis.

3) Samþykkt fundargerðar. Kl. 17:01
Fundargerð samþykkt af öllum viðstöddum sem voru: ÁÞS, BjörgvS, BVG, SII, OH, KÞJ, IllG, EIS, og HöskÞ.
Sigmundur Ernir Rúnarsson var við störf á vegum Alþingis erlendis.

Fundi slitið kl. 17:02