66. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. júní 2014 kl. 11:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 11:04
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 11:47
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 11:04
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 11:04
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 13:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 11:34
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir KG, kl. 13:30

Ásmundur Einar Daðason, Valgerður Gunnarsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson voru fjarverandi.
Brynhildur Pétursdóttir var fjarverandi vegna fundar þingskapanefndar fram yfir hádegi.
Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 14.25 til að fara á fund atvinnuveganefndar Alþingis. Villum Þór Þórsson vék af fundi kl. 15.23.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 508. mál - opinber fjármál Kl. 11:00
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands: Einar Guðbjartsson.
Fjársýsla ríkisins: Gunnar H. Hall og Pétur Jónsson. Kynnt var greiðsluyfirlit ríkissjóðs fyrir apríl 2014 og breytingar sem gerðar hafa verið á greiðsluyfirlitunum. Kynnt voru drög að skýrslu vinnuhóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aukið gagnsæi í ríkisfjármálum. Farið var yfir ýmis vandamál í tengslum við framkvæmd nýrra laga um opinber fjármál.
Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason og Jón Loftur Björnsson. Farið var yfir umsögn stofnunarinnar.

2) Önnur mál Kl. 16:39
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 16:40
Fundargerðina samþykktu Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Oddný G. Harðardóttir, Brynhildur Pétursdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir. Fundargerð 65. fundar samþykktu sömu nefndarmenn.

Fundi slitið kl. 16:45