27. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 21. mars 2022 kl. 09:32


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:32
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:32
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:32
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:32
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:32
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:32
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:32
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:32

Eva Dögg Davíðsdóttir var fjarverandi.


Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:32
Dagskrárlið frestað.

2) Könnun á kosningu varaþingmanns og kjörgengi Kl. 09:32
Á fundinum var könnuð tilkynning landskjörstjórnar um kosningu og kjörgengi Dagbjarts Gunnars Lúðvíkssonar sem hlaut kosningu sem 3. varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 25. september 2021. Tilkynning er gefin út í samræmi við 113. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Ekki voru gerðar athugasemdir við tilkynninguna og var nefndin einhuga um að mæla með staðfestingu kosningar Dagbjarts Gunnars Lúðvíkssonar.

3) Landhelgisgæsla Íslands, úttekt á verkefnum og fjárreiðum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Kl. 09:36
Nefndin fjallaði um málið.

4) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2020 Kl. 09:38
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 09:42
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lagði fram tillögu, með vísan til 2. mgr. 19. gr. þingskapa, um að nefndin óskaði eftir því að utanríkisráðherra kæmi á opinn fund nefndarinnar vegna meintra afskipta íslenskra stjórnvalda að þvingunaraðgerðum ESB gegn Hvíta-Rússlandi árið 2012. Tillagan var samþykkt af Þórunni Sveinbjarnardóttur, Sigmari Guðmundssyni, Ásthildi Lóu Þórsdóttur og Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:54