43. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. maí 2022 kl. 09:33


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:33
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:33
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:33
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:33
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:33
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:55
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:33
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:33

Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðaði forföll. Halla Signý Kristjánsdóttir boðaði seinkun.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 10:52 vegna annarra þingstarfa.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:12
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

2) Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Hlöðversdóttur ráðuneytisstjóra, Hermann Sæmundsson skrifstofustjóra og Sigurð Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti.

3) Skýrsla umboðsmanns Alþingis vegna eftirlitsheimsóknar á grundvelli OPCAT-eftirlitsins á bráðageðdeild 32C við Hringbraut dagana 29. og 30. september 2021 Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Runólf Pálsson forstjóra og Nönnu Briem frá Landspítalanum og Ragnheiði Halldórsdóttur, Helga Garðar Garðarsson og Bernard Gerritsma frá Sjúkrahúsinu á Akureyri.

4) Frumkvæðisathuganir - næstu verkefni nefndarinnar Kl. 11:09
Nefndin fjallaði um málið.

5) Könnun á kosningu varaþingmanns og kjörgengi Kl. 11:12
Á fundinum var könnuð tilkynning landskjörstjórnar um kosningu og kjörgengi Söru Elísu Þórðardóttur, sem hlaut kosningu sem 3. varaþingmaður á lista Pírata í Reykjarvíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 25. september 2021. Tilkynningin er gefin út í samræmi við 113. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Ekki voru gerðar athugasemdir við tilkynninguna og var nefndin einhuga um að mæla með staðfestingu kosningar Söru Elísu Þórðardóttur.

6) Önnur mál Kl. 11:15
Formaður kynnti erindi Landssamtaka Þroskahjálpar varðandi birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga í dómum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15