43. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 09:16


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:16
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:16
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 11:01
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:16
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:16
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 10:09
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:19
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:26

Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðaði forföll. Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 10:48.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Hlé var gert á fundi frá kl. 10:06 - 11:09.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:16
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

2) Undirbúningur landskjörstjórnar fyrir forsetakjör 1. júní 2024 Kl. 09:17
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristínu Edwald, formann landskjörstjórnar, Ástríði Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra og Hjördísi Stefánsdóttur frá skrifstofu landskjörstjórnar.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar: Ópíóíðavandi: Staða - stefna - úrræði Kl. 10:09
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda, Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur, Elísabetu Stefánsdóttur, Berglindi Eygló Jónsdóttur og Líf Gunnlaugsdóttur frá Ríkisendurskoðun.

4) Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Fangelsismálastofnun - Aðbúnaður - endurhæfing - árangur. Stjórnsýsluúttekt, skýrsla til Alþingis nóvember 2023 Kl. 11:09
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að áliti nefndarinnar standa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Sigmar Guðmundsson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifa undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

5) Önnur mál Kl. 11:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:27