54. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 13:01


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 13:01
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 13:01
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 13:01
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 13:05
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 13:01
Georg Eiður Arnarson (GEA), kl. 13:01
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:01
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 13:04

Hildur Sverrisdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 13:41.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:01
Fundargerð 53. fundar var samþykkt.

2) 239. mál - Mannréttindastofnun Íslands Kl. 13:01
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elísabetu Gísladóttur frá forsætisráðuneyti og Evu Margréti Kristinsdóttir frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um samning ríkisins við Microsoft. Stjórnsýsluúttekt að beiðni Alþingis. Skýrsla til Alþingis október 2023 Kl. 13:30
Nefndin samþykkti að ljúka málinu með eftirfarandi bókun:

Í skýrslunni kemur fram að með heildarsamningi við Microsoft um hugbúnaðarleyfi fyrir A-hluta stofnanir íslenska ríkisins hafi verið horfið frá dreifstýrðu fyrirkomulagi hugbúnaðar- og upplýsingatæknimála sem einkenndi ríkisreksturinn áratugum saman. Með samningnum hafi því yfirsýn stjórnvalda aukist á gildandi leyfum og þar með verið dregið úr rekstraráhættu. Þá hafi áhættuþáttum ríkisins í heild fækkað og gagnaöryggi og öryggi upplýsingakerfa almennt verið aukið.

Að mati Ríkisendurskoðunar hefði þó mátt standa betur að undirbúningi og innleiðingu samningsins. Gæta hefði þurft betur að þarfagreiningu, kanna hefði mátt aðra kosti ásamt því að viðhafa betra samráð og veita meiri stuðning við stofnanir.

Nefndin beinir því til fjármála- og efnahagsráðuneytis að taka tilhlýðilegt tillit til ábendinga Ríkisendurskoðunar sérstaklega í ljósi boðaðrar aukinnar hagnýtingar upplýsingatækni í opinberri þjónustu, aukinnar fjárfestingar í tækniinnviðum og bættu gagnaumhverfi stjórnvalda, sbr. tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029.

4) Verslun með áfengi á netinu Kl. 13:31
Þórunn Sveinbjarnardóttir bar upp tillögu um að taka til athugunar, með vísan til 2. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa, ákvarðanir og verklag ráðherra í tengslum við verslun með áfengi á netinu. Var það samþykkt.

5) Upplýsingagjöf ráðuneyta varðandi ákvörðun þáverandi ríkislögreglustjóra um starfskjör tiltekinna yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna Kl. 13:41
Eva Sjöfn Helgadóttir bar upp tillögu um að taka til athugunar og óska eftir upplýsingum um, með vísan til 2. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. og 51. gr. þingskapa, upplýsingagjöf ráðuneyta til þáverandi dómsmálaráðherra og þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra varðandi samkomulag þáverandi ríkislögreglustjóra um breytingar á starfskjörum undirmanna sinna. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Sigmar Guðmundsson tóku undir tillöguna og var hún samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 13:46
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:46