30. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 1. mars 2016 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 10:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:10
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:45
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:15
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Ögmundur Jónasson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa. Höskuldur Þórhallsson var fjarverandi. Helgi Hjörvar vék af fundi kl. 09:25.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:55
Fundargerðir 26. fundar og 27. fundar voru samþykktar.

2) Starf stjórnarskrárnefndar Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Páll Þórhallsson formaður stjórnarskrárnefndar, nefndarmennirnir Aðalheiður Ámundadóttir, Einar Hugi Bjarnason og Róbert Marshall og Sif Guðjónsdóttir ritari nefndarinnar. Gestir kynntu starf nefndarinnar og tillögur hennar um þrjú ný stjórnarskrárákvæði og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna Kl. 11:00
Nefndin ræddi málsmeðferð.

4) 30. mál - lagaskrifstofa Alþingis Kl. 11:05
Tillaga um að Birgir Ármannsson yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10