48. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. maí 2016 kl. 13:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 13:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 13:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 13:05
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 13:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 13:05
Össur Skarphéðinsson (ÖS) fyrir Helga Hjörvar (HHj), kl. 13:00

Willum Þór Þórsson var fjarverandi. Árni Páll Árnason vék af fundi kl. 14:45.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) Umboðsmaður Alþingis - tilkynning um meinbugi á lögum Kl. 14:35
Á fundinn kom Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og gerði grein fyrir áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 8478/2015 þar sem vakin er athygli á meinbugi á lögum, nánar tiltekið tollalögum nr. 88/2008. Þá svaraði umboðsmaður spurningum nefndarmanna.

3) Ályktun Alþingis frá 7. nóv. 2012 um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. Kl. 13:00
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Þórhallur Vilhjálmsson forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis. Umboðsmaður reifaði erindi sitt til nefndarinnar dags. 19. maí 2016 og nefndin fjallaði um málið.

4) Heimkoma, félag gerðarþola Umboðsmanns skuldara. Kl. 14:55
Á fundinn mættu Ámundi Loftsson, Gréta Jónsdóttir, Aðalsteinn Símonarson, Sigrún Kristín Guðmundsdóttir, Bjarni V. Bergmann og Ólafur Snævar Ögmundsson frá Heimkomu, félagi gerðarþola Umboðsmanns skuldara. Gestir kynntu nefndinni samantekt félagsins um störf Umboðsmanns skuldara og afleiðingar þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 14:45
Tillaga um að nefndin leggi fram breytingartillögu í 112. máli, ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga var samþykkt.

Formaður tilkynnti um fyrirhugaðan fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og allsherjar- og menntamálanefndar með innanríkisráðherra vegna 658. máls, lögreglulög (eftirlit með störfum lögreglu) og 659. máls, meðferð sakamála (skilyrði fyrir beitingu símhlustunar) á nefndadögum í júní nk.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:45