49. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 20. apríl 2021 kl. 15:01


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 15:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 15:01
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 15:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:13
Brynjar Níelsson (BN), kl. 15:01
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:01
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 15:01
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:01
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 15:01

Andrés Ingi Jónsson boðaði seinkun.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:01
Fundargerðir 47. og 48. fundar voru samþykktar.

2) Menntamálastofnun Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Jóhannes Jónsson, Elísabet Stefánsdóttir og Gestur Páll Reynisson. Gestir kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 663. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 16:08
Á fund nefndarinnar mættu Þórhallur Vilhjálmsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir frá skrifstofu Alþingis. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 647. mál - kosningar til Alþingis Kl. 16:30
Á fund nefndarinnar mættu Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri og Hjördís Stefánsdóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 339. mál - kosningalög Kl. 16:46
Nefndin ræddi málið.

6) 564. mál - kynjavakt Alþingis Kl. 15:03
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Kolbeinn Óttarsson Proppé verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 668. mál - fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra Kl. 15:04
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Kolbeinn Óttarsson Proppé verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 16:48
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi frá kl. 16:21-16:30.

Fundi slitið kl. 16:49