8. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 4. nóvember 2011 kl. 09:26
Opinn fundur


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:26
Amal Tamimi (AT) fyrir LGeir, kl. 09:26
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:26
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:26
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:11
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:26
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:26
Róbert Marshall (RM), kl. 09:26
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:26

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) 3. mál - tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands Kl. 09:30
Á fundinn kom Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar og fór yfir vinnu stjórnlaganefndar í tengslum við þjóðfund og vinnu við skýrslu stjórnlaganefndar ásamt því að svara spurningum nefnarmanna.

Næst komu Salvör Nordal formaður stjórnlagaráðs og Ari Teitsson varaformaður stjórnlagaráðs og gerðu grein fyrir vinnu stjórnlagaráðs ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.



2) 6. mál - meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga Kl. 11:00
Fjallað um málið samhliða 1 dagskrárlið.



3) Önnur mál. Kl. 11:01
Fleira var ekki gert.

AT sat fundinn sem varamaður LGeir.


Fundi slitið kl. 11:02

Upptaka af fundinum