19. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 9. desember 2011 kl. 10:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 10:05
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 11:02
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 11:01
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 11:01
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:05
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 10:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:05
Yfirfarnar og samþykktar.

Fundi frestað til kl. 11:00.



2) 194. mál - þýðing skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á ensku Kl. 11:57
Nefndin fjallaði um málið. Samþykkt að kanna kostnað við að þýða þá kafla sem eftir standa og kalla eftir upplýsingum um hvar vinna stæði við þýðingu kafla hjá utanríkisráðuneyti varðandi innstæðutryggingar.



3) 206. mál - meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis árið 2010 Kl. 11:55
Samþykkt að formaður VBj yrði framsögumaður málsins.



4) Skýrslur Ríkisendurskoðunar. Kl. 11:58
Frestað.



5) Ábending um framkvæmd og utanumhald rammasamninga. Kl. 11:59
Frestað.



6) Biskupsstofa, sóknir og sjóðir kirkjunnar. Kl. 11:59
Frestað.


7) Kostnaður, skilvirkni og gæði háskólakennslu. Kl. 11:59
Frestað.


8) Hólaskóli, Háskólinn á Hólum.
Málsmeðferð.
Kl. 11:59
Frestað.


9) Mannauðsmál ríkisins 1 (starfslok ríkisstarfsmanna) og 2 (stefna stjórnvalda og staða mannauðsmála ríkisins). Kl. 11:00
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Guðmundur Björnsson frá Ríkisendurskoðun, Angantýr Einarsson frá fjármálaráðuneyti og Gunnar Björnsson og Ágústa Hlín Gústafsdóttir frá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis.

Kristín og Guðmundur gerðu grein fyrir efni skýrslnanna. Þá gerðu Angantýr, Gunnar og Ágústa Hlín grein því hvernig ráðuneytið og starfsmannaskrifstofan, sem taka undir flestar ábendingarnar, hefðu unnið úr þeim. Loks svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.







10) Önnur mál. Kl. 11:50
Nefndin fjallaði um 381. mál, Stjórnarráðið, hljóðritanir ríkisstjórnarfunda sem meiri hluti nefndarinnar flutti.

Ákveðið að taka fyrir á næsta fundi.

Fleira var ekki gert.

RM var fjarverandi vegna veikinda.
JRG var fjarverandi.
VigH var fjarverandi.




Fundi slitið kl. 12:00