25. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. janúar 2012 kl. 08:35


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 08:35
Arna Lára Jónsdóttir (ArnaJ) fyrir RM, kl. 08:45
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:50
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir ÁI, kl. 08:35
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 08:35
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir LGeir, kl. 08:35
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 08:35
Pétur H. Blöndal (PHB) fyrir ÓN, kl. 08:35
Róbert Marshall (RM), kl. 08:53
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 08:35

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 08:35
Samþykkt.



2) 403. mál - afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra Kl. 08:40 - Opið fréttamönnum
Á fundinn komu Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari Alþingis og Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari Alþingis. Þau gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

VigH óskaði eftir að nefndin fengi greinargerð verjanda í málinu. Formaður ákvað að taka þá beiðni fyrir á fundi í hádegishléi.


3) Önnur mál. Kl. 10:05
MT vakti athygli á þingsályktun Alþingis 29/138 frá 138. löggjafarþingi úr skýrslu þingmannanefndar, 705. mál, þar sem segir: Nefnd á vegum Alþingis hafi eftirlit með að úrbótum á löggjöf sem þingmannanefndin leggur til í skýrslu sinni verði hrint í framkvæmd. Miðað skal við að þeim úrbótum verði lokið fyrir 1. október 2012", og hvort þessi verkefni féllu undir málefnasvið stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Samþykkt að senda forsætisnefnd bréf um málið.

Formaður kynnti að 366. máli, upplýsingalög og 314. máli, Stjórnarráðið (breyting ýmissa laga, heiti ráðherra) hefði verið vísað til nefndarinnar. Samþykkt að RM yrði framsögumaður í 366. máli.

Fleira var ekki gert.

ArnJ vék af fundi þegar RM kom.
ÁI var erlendis vegna þingstarfa.







Fundi slitið kl. 10:19