36. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. febrúar 2012 kl. 08:35


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 08:35
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 08:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:40
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 08:35
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir JRG, kl. 08:35
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 08:35
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 08:35

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:35
35. fundargerð samþykkt.




2) 403. mál - afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra Kl. 08:40 - Opið fréttamönnum
Á fundinn kom Þórhallur Vilhjálmsson aðallögfræðingur til að fylgja eftir minnisblaði sem hann vann fyrir forseta Alþingis um heimildir Alþingis til að fella úr gildi eða afturkalla fyrri ákvörðun. Hann svaraði spurningum nefndarmanna varðandi minnisblaðið.

Kl. 09:00 kom Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti og fór yfir reglur upplýsingalaga og laga um Þjóðskjalasafn sem gilda um aðgang að gögnum sem og undanþágur varðandi mál sem rekin eru fyrir dómstólum. Þá svaraði hann spurningum nefndarmanna um efnið.



3) Stjórnlagaráð. Kl. 08:50
Formaður kynnti að þeirri hugmynd hefði verið komið á framfæri við hana að nefndarmenn hittu fulltrúa stjórnlagaráðs á einhverjum tímapunkti á þessum fjögurra daga vinnufundi sem þingsályktun Alþingis kveður á um.

Nefndin fjallaði um málið. VigH óskaði eftir að það yrði bókað að fulltrúi Framsóknarflokks myndi ekki sitja þann fund.




4) Önnur mál. Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

RM og ÓN voru fjarverandi.


Fundi slitið kl. 10:05