10. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. október 2012 kl. 10:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 10:05
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 10:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:21
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 10:05
Róbert Marshall (RM), kl. 10:05
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 10:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 10:05
Þór Saari (ÞSa) fyrir MT, kl. 10:08

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:05
Fundargerð nr. 9. samþykkt.


2) Svör við spurningum vegna úttektar Ríkisendurskoðunar á fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Oracle). Kl. 10:07
Nefndin fjallaði um svör Ríkisendurskoðunar við spurningum formanns vegna úttektar Ríkisendurskoðunar á fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Oracle) og svör sem Ríkisendurskoðun sendi nefndinni sem voru til forseta Alþingis um skýringar á þeim drætti sem orðið hafði á vinnu og skilum á skýrslunni.

Ákveðið að óska eftir upplýsingum frá Ríkisendurskoðun um stöðu á jafningjaúttekt sem hollenska systurstofnunin vinnur að ásamt fulltrúum frá norsku og sænsku Ríkisendurskoðuninni.



3) 50. mál - rannsókn á einkavæðingu banka Kl. 11:10
Framsögumaður málsins kynnti drög að nefndaráliti vegna málsins sem nefndin samþykkti að afgreiða. Meiri hlutinn VBj, ÁI, LGeir, SII og ÞSa og hugsanlega RM eru samþykkt álitinu. Samþykkt að álit meiri og minni hluta ásamt breytingartillögum minni hluta verði fylgiskjöl við álitið.

VigH flytur breytingartillögu sína við málið að nýju.


4) Önnur mál. Kl. 11:30
Formaður kynnti að fyrirhugað væri að fjalla um skýrslu umboðsmanns Alþingis á opnum fundi 1. nóvember n.k.

Fleira var ekki gert.

ÓN var fjarverandi.


Fundi slitið kl. 11:45