21. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 6. desember 2013 kl. 13:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 13:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 13:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 13:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 13:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 13:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 13:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:00

BN, KG og BP voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 13:00
Fundargerð 20. fundar samþykkt.

2) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012 Kl. 13:47
Formaður kynnti drög að áliti um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012 sem hafði verið sent á nefndina.

Fyrirhugað er að afgreiða álitið á næsta fundi.

3) Vinna nefndarinnar framundan. Kl. 13:49
Formaður fór yfir mál sem liggja fyrir og nefndin ræddi þau ásamt því að ákveða framsögumenn.

4) 13. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 13:50
Tillaga formanna um að SigrM yrði framsögumaður málsins samþykkt.

5) 86. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 13:50
Tillaga formanns um að SigrM yrði framsögumaður málsins samþykkt.

6) 8. mál - endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands Kl. 13:53
Tillaga um að VBj verði framsögumaður samþykkt.

7) 68. mál - kosningar til Alþingis Kl. 13:54
Tillaga um að BirgJ verði framsögumaður samþykkt.

8) 62. mál - skrásetning kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014 Kl. 13:55
Tillaga um að HHj verði framsögumaður samþykkt.

9) 67. mál - samning stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna Kl. 13:56
Tillaga um að WÞÞ verði framsögumaður samþykkt.

10) 69. mál - þingsköp Alþingis Kl. 13:57
Tillaga um að KG verði framsögumaður samþykkt.

11) Umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar Kl. 13:59
Frestað.

12) Önnur mál Kl. 13:05
Formaður tók fyrir beiðni JÞÓ um fund í nefndinni vegna gagnaleka í innanríkisráðuneyti í tengslum við umsókn hælisleitanda. Nefndin fjallaði um málið í tengslum við málefnasvið nefnda og eftirlit þingnefnda með framkvæmdavaldinu.

Formaður kynnti erindi frá Svifflugfélaginu um beiðni um fund og aðstoð vegna álits umboðsmanns Alþingis og óviðunandi stjórnsýslu innanríkisráðuneytis gagnvart félaginu. Nefndin fjallaði um málið og telur rétt að fá umboðsmann á fund vegna þess.

Formaður kynnti erindi frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna Dróma. Nefndin fjallaði um málið í tengslum við málefnasvið nefnda og hvort erindið ætti fremur heima í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins. Formaður ræðir við formann þeirrar nefndar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:00