19. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. nóvember 2019 kl. 09:03


Mættir:

Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:03
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:03
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:03
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:03

Bergþór Ólason og Hanna Katrín Friðriksson boðuðu forföll.

Jón Gunnarsson, Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson og Kolbeinn Óskarsson Proppé voru fjarverandi vegna þingstarfa.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Líneik Anna Sævarsdóttir stýrði fundi í forföllum formanns og 1. og 2. varaformanns, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991.

Bókað:

1) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 frá 30. maí 2018 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki, um breytingu á regluger Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mættu Kristín Halla Kristinsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum fundarmanna.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 frá 17. apríl 2019 um að setja staðla um koltvísýringslosun nýrra fólksbifreiða og nýrra léttra atvinnuökutækja og um niðurfellingu reglugerða (EB) nr. 443/2009 og (ESB) nr. 510/2011 Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar mættu Kristín Halla Kristinsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum fundarmanna.

3) Breytingar á umferðalögum Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mætti Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti. Hann kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til breytinga á umferðarlögum nr. 77/2019. Nefndin samþykkti jafnframt að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

4) 315. mál - breyting á lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar Kl. 10:03
Á fund nefndarinnar mætti Eggert Ólafsson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu. Hann kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 316. mál - áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa Kl. 10:29
Á fund nefndarinnar mætti Eggert Ólafsson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu. Hann kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Fundargerð Kl. 10:50
Fundargerðir 13. - 16. fundar samþykktar.

7) Önnur mál Kl. 10:52
Rósa Björk Brynjólfsdóttir óskaði eftir að stjórnarformaður og forstjóri ISAVIA ohf. yrðu boðaðir á fund nefndarinnar í ljósi frétta um að færa eigi hluta starfsemi félagsins í tvö dótturfélög um áramót.

Nefndin fór yfir störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:03