28. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. desember 2019 kl. 11:04


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 11:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 11:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 11:04
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 11:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 11:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 11:04
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 11:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 11:04

Ari Trausti Guðmundsson og Hanna Katrín Friðriksson voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:04
Frestað.

2) 148. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 11:04
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Framsögumaður málsins, Líneik Anna Sævarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Meiri hluti nefndar stendur að nefndaráliti og breytingartillögu. Ari Trausti Guðmundsson og Hanna Katrín Friðriksson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifa undir álitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

Bergþór Ólason og Karl Gauti Hjaltason boðuðu að þeir hyggðust skila áliti minni hluta.

3) Málefni innanlandsflugs Kl. 11:22
Á fund nefndarinnar mættu Sigurbergur Björnsson og Árni Freyr Stefánsson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti og Bergþóra Þorkelsdóttir, Jónas Snæbjörnsson og Valtýr Þórisson frá Vegagerðinni. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Breytingar á vegalögum Kl. 11:22
Á fund nefndarinnar mættu Sigurbergur Björnsson og Árni Freyr Stefánsson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti og Bergþóra Þorkelsdóttir, Jónas Snæbjörnsson og Valtýr Þórisson frá Vegagerðinni. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til breytinga á vegalögum nr. 80/2007. Nefndin samþykkti jafnframt að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:55