69. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. júní 2020 kl. 09:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 11:51.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Pétur Hrafn Hafstein

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) 662. mál - samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir Kl. 09:05
Nefndin ræddi við Baldur Sigmundsson og Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Ingólf Bender frá Samtökum iðnaðarins og Margréti Arnheiði Jónsdóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja í gegnum fjarfundabúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Guðjón Bragason og Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Einar Má Sigurðarson, Gunnar Jónsson, Gauta Jóhannsson og Jónu Árnýju Þórðardóttur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, Aðalstein Óskarsson frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Valgeir Bergmann, Hilmar Gunnlaugsson og Ágúst Torfa Hauksson frá Vaðlaheiðargöngum í gegnum fjarfundabúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Því næst ræddi nefndin við Runólf Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda í gegnum fjarfundabúnað. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum sínum og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þar á eftir ræddi nefndin við Sigurberg Björnsson, Sóleyju Ragnarsdóttur og Árna Frey Stefánsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Björn Þór Hermannsson, Guðrúnu Birnu Finnsdóttur og Elínu Guðjónsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gegnum fjarfundabúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Bergþóru Þorkelsdóttur og Magnús Val Jóhannsson frá Vegagerðinni í gegnum fjarfundabúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:15
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:17