34. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 11. febrúar 2021 kl. 09:04


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:14
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:06
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:07
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:04
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:04

Karl Gauti Hjaltason vék af fundi kl. 09:28.
Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 10:40.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 11:40.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 12.05.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

2) 209. mál - fjarskipti Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mættu Orri Hauksson, Eiríkur Hauksson og Erik Figueras frá Símanum. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Heiðar Guðjónsson og Páll Ásgrímsson frá Sýn. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi frá kl. 10:42 til 11:00

Loks mættu á fund nefndarinnar Heimir Örn Herbertsson, Benedikt Ragnarsson, Margrét Tryggvadóttir og Gunnar A. Ólafsson frá Nova. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:38
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:08