2. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. desember 2021 kl. 09:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:02
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02

Bjarni Jónsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 1. fundar var samþykkt.

2) 154. mál - loftferðir Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu og Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Þá mættu á fundinn Guðmundur Ólafsson frá Icelandair, Arnar Magnússon og Jóhann Pétur Harðarson frá Play air og Karl Alvarsson og Guðmundur Daði Rúnarsson frá Isavia.

Því næst mættu á fund nefndarinnar Sigrún Henríetta Kristjánsdóttir og Vala Hrönn Viggósdóttir frá Samgöngustofu.

Nefndin samþykkti að óska eftir eftirfarandi gögnum með vísan til 51. gr. þingskapa:
1) Minnisblaði frá sóttvarnaryfirvöldum um framkvæmd sóttvarnareftirlits á Keflavíkurflugvelli og upplýsingum um hversu margir farþegar hafa komið til landsins án fullnægjandi gagna.
2) Öllum samskiptum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna formlegrar áminningar stofnunarinnar dags. 15. desember 2021.
3) Upplýsingum um heildarfarþegafjölda sem komið hefur til landsins eftir að reglur um skyldur flugrekenda tóku gildi í byrjun sumars, þar af fjölda íslenskra ríkisborgara og EES-borgara búsettra á Íslandi.

3) 169. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar mættu Auður Inga Ingvarsdóttir og Jón Ríkharð Kristjánsson frá Mílu, Orri Hauksson og Eiríkur Hauksson frá Símanum.

Þá mættu á fund nefndarinnar Páll Ásgrímsson og Sigurbjörn Eiríksson frá Sýn, Margrét Tryggvadóttir, Benedikt Ragnarsson og Gunnar Ólafsson frá Nova og Heimir Örn Herbertsson lögmaður Nova.

4) Önnur mál Kl. 12:06
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:06