7. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. október 2022 kl. 09:01


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:01
Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ), kl. 09:01
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:01
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir (JSIJ) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 09:01
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:06
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:05

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.
Orri Páll Jóhannsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Úrvinnslusjóður. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla að beiðni Alþingis Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Rakel Kristjánsdóttir og Elva Rakel Jónsdóttir frá Umhverfisstofnun.

Þá mættu á fund nefndarinnar Trausti Ágúst Hermannsson og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir skriflegum athugasemdum frá Umhverfisstofnun um skýrsluna.

3) Önnur mál Kl. 10:26
Andrés Ingi Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Pírata gagnrýnir þá fordæmalausu töf sem orðin er á viðbrögðum tveggja ráðuneyta við beiðnum umhverfis- og samgöngunefndar um upplýsingar.

Þann 7. apríl samþykkti nefndin að óska eftir samantekt á útgjöldum til loftslagsmála í fjármálaáætlun. Ef ríkisstjórninni er alvara með metnað í þessum brýna málaflokk, þá hlýtur að teljast eðlilegt að upplýsingar um fjármögnun aðgerða liggi fyrir á hverjum tíma. Það er ámælisvert að hálft ár sé liðið án þess að svar hafi borist.

Þá samþykkti nefndin þann 28. júní að boða opinn fund með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um markmið í loftslagsmálum. Var miðað við að fundurinn yrði í ágúst og þar gæfist ráðherra kostur á að gera grein fyrir stóru línunum í stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálunum. Aftur er um að ræða upplýsingar sem eðlilegt hlýtur að vera að séu á reiðum höndum hjá ráðuneytinu og því vekur furðu hversu mikið ráðuneytið tefur að bregðast við fundarboðinu.

Það er alvarlegt að sú fastanefnd Alþingis sem fjallar um loftslagsmál geti ekki gengið að því vísu að fá svör við spurningum um grundvöll aðgerða ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Svona framkoma endurspeglar í það minnsta ekki mikinn metnað fyrir loftslagsmálum.

Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tóku undir framangreinda bókun.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:31