34. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. febrúar 2016 kl. 09:13


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:13
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:13
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:13
Róbert Marshall (RM), kl. 09:13
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:33
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:13

Höskuldur Þórhallsson og Elín Hirst boðuðu forföll.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:13
Samþykkt fundargerða var frestað.

2) Stjórnstöð ferðamála. Kl. 09:13
Á fund nefndarinnar kom Hörður Þórhallsson og kynnti störf Stjórnstöðvar ferðamála.

3) 101. mál - landsskipulagsstefna 2015--2026 Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Gústaf Adolf Skúlason frá Samorku, Jónas Snæbjörnsson og Eiríkur Bjarnason frá Vegagerðinni og Sigurður Eyþórsson frá Bændasamtökunum.

4) Önnur mál Kl. 10:20
Nefndin ákvað að senda 150., 219. og 296. mál til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

Fundi slitið kl. 11:00