39. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 25. febrúar 2021 kl. 09:06


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:17
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:06
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:06
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:06
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:06
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:06
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:43
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:06
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:06

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.
Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 11:07.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Frestað.

2) Kynning á verkefnaáætlun landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar mættu Hafsteinn S. Hafsteinsson og Dagný Arnarsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og María Reynisdóttir og Guðný Sverrisdóttir frá verkefnisstjórn landsáætlunar. Kynntu þau verkefnaáætlun landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2021-2023 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 209. mál - fjarskipti Kl. 10:13
Á fund nefndarinnar mættu Sveinn Sigurður Kjartansson verkfræðingur og Valdemar Gisli Valdemarsson skólastjóri Raftækniskólans. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 335. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 11:16
Framsögumaður málsins, Ari Trausti Guðmundsson, fór yfir drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu. Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason skrifa undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

5) 156. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 11:32
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) 189. mál - jarðalög Kl. 11:32
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

7) 9. mál - íslensk landshöfuðlén Kl. 11:33
Að tillögu framsögumanns samþykkti nefndin að óska eftir sérfræðiáliti skv. reglum um sérfræðilega aðstoð fyrir fastanefndir.

8) Önnur mál Kl. 11:35
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:38