62. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. júní 2023 kl. 09:06


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:06
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 10:51
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:19
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:06
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:06
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:06
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:06
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:06
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:06

Ingibjörg Isaksen boðaði forföll.

Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 10:15-10:45.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:53
Fundargerð 61. fundar var samþykkt.

2) 274. mál - efling landvörslu Kl. 09:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hákon Ásgeirsson frá Umhverfisstofnun, Jóhönnu Katrínu Þórhallsdóttur frá Vatnajökulsþjóðgarði, Einar Á. E. Sæmundsen frá Þjóðgarðinum á Þingvöllum og Þór Hjaltalín frá Minjastofnun.

Þá fékk nefndin á sinn fund Benedikt Traustason frá Landvarðafélagi Íslands, Erlu Friðriksdóttur frá Breiðafjarðarnefnd og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur og Auði Önnu Magnúsdóttur frá Landvernd. Benedikt og Erla tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

3) 1052. mál - skipulagslög Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristínu Ólafsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Ernu Hrönn Geirsdóttur og Björn Axelsson frá Reykjavíkurborg.

Þá fékk nefndin á sinn fund Þuríði Hörpu Sigurðardóttur og Kjartan Þór Ingason frá ÖBÍ réttindasamtökum og Þórarin Snorra Sigurgeirsson frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

Nefndin samþykkti að Orri Páll Jóhannsson yrði framsögumaður málsins.

4) 941. mál - uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð Kl. 11:40
Nefndin samþykkti að Ingibjörg Isaksen yrði framsögumaður málsins.

5) 947. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 11:41
Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

Nefndin ræddi málið.

6) Álit ESA varðandi rannsóknir flugslysa Kl. 11:46
Nefndin samþykkti að birta minnisblað frá innviðaráðuneytinu um málið á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

7) Önnur mál Kl. 11:47
Nefndin ræddi starfið framundan. Samþykkt var að hefja fund á þriðjudag 6. júní nk. kl. 08:30.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:54