40. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 8. febrúar 2024 kl. 09:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Dagskrárlið frestað.

2) Staða mála varðandi Grindavík Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra, Hermann Sæmundsson, Ingveldi Sæmundsdóttur og Sigrtrygg Magnason frá innviðaráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 21. mál - loftslagsmál Kl. 09:58
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Andrés Ingi Jónsson yrði framsögumaður þess.

4) 96. mál - endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd Kl. 09:58
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður þess.

5) Önnur mál Kl. 09:59
Nefndin ræddi starfið fram undan.

Fundi slitið kl. 10:00