44. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 22. febrúar 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:10
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:10
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:10
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:10
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:10
Valgerður Árnadóttir (ValÁ), kl. 09:10
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:10

Nefndarritarar:
Brynjar Páll Jóhannesson
Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 585. mál - Umhverfis- og orkustofnun Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Stefán Guðmundsson, Steinunni Fjólu Sigurðardóttur og Magnús Guðmundsson frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

3) 628. mál - skipulagslög Kl. 10:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hólmfríði Bjarnadóttur og Hildi Dungal frá innviðaráðuneyti.

4) Önnur mál Kl. 10:14
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15