46. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 7. mars 2024 kl. 09:05


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:05
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:05
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir (KSJS), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:05

Þórunn Sveinbjarnardóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Dagskrárlið frestað.

2) 689. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helgu Barðadóttur og Rafn Helgason frá starfshópi um þátttöku íslenskra fyrirtækja og ríkisins á mörkuðum með kolefniseiningar.

3) 585. mál - Umhverfis- og orkustofnun Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Dagmar Ýr Stefánsdóttur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi. Þær tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

4) 560. mál - stefna Íslands um málefni hafsins Kl. 09:55
Ákveðið var senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Tillaga um að Þórunn Sveinbjarnardóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 09:55
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05