51. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 21. mars 2024 kl. 09:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Kristinn Rúnar Tryggvason (KRT), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Rafn Helgason (RH), kl. 09:00
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:00

Orri Páll Jóhannsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 585. mál - Umhverfis- og orkustofnun Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Ágústsdóttur og Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur frá Umhverfisstofnun.

Gestirnir viku kl. 9:40 og nefndin hélt áfram að fjalla um málið.

3) 830. mál - hafnalög Kl. 09:45
Ákveðið var senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Tillaga um að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 831. mál - Náttúruverndar- og minjastofnun Kl. 09:47
Ákveðið var senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Tillaga um að Orri Páll Jóhannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 832. mál - brottfall laga um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða, nr. 81/1997 Kl. 09:48
Ákveðið var senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Tillaga um að Njáll Trausti Friðbertsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 09:48
Nefndin ræddi starfið framundan.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins (fjármála- og efnahagsráðuneyti) um réttarstöðu starfsfólks við sameiningu stofnana með vísan til meðferðar þriggja mála er snúa að sameiningu stofnana. Um er að ræða 479. mál Náttúrufræðistofnun, 585. mál Umhverfis- og orkustofnun og 831. mál Náttúruverndar- og minjastofnun.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50