80. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 21. júní 2024 kl. 19:20


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 19:20
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 19:20
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 19:20
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 19:20
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 19:20
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 19:20
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 19:20
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 19:20
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur (ÞSv), kl. 19:20
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 19:20

Nefndarritarar:
Björn Freyr Björnsson
Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:20
Fundargerðir 65. - 68., 70. og 79. fundar nefndarinnar voru samþykktar.

2) 923. mál - umferðarlög Kl. 19:20
Meiri hluti nefndar samþykkti tillögu formanns um afgreiðslu málsins frá nefndinni; Bjarni Jónsson, Ingibjörg Isaksen, Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Orri Páll Jóhannsson.
Andrés Ingi Jónsson, Oddný G. Harðardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sátu hjá.

Meiri hluti nefndar stendur að áliti með breytingartillögu: Bjarni Jónsson, Ingibjörg Isaksen, Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Oddný G. Harðardóttir og Orri Páll Jóhannsson. Jakob Frímann Magnússon, áheyrnarfulltrúi, lýsti sig samþykkan álitinu.
Andrés Ingi Jónsson boðaði álit minni hluta.

3) 831. mál - Náttúruverndar- og minjastofnun Kl. 19:33
Nefndin fjallaði um málið.

4) 585. mál - Umhverfis- og orkustofnun Kl. 19:35
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 19:37
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:42