67. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 09:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:40
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:35
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:00
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 923. mál - umferðarlög Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Margréti Arnheiði Jónsdóttur frá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Glóey Helgudóttur og Bjarna Rúnar Ingvarsson frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

3) 315. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2024–2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028 Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bergþóru Þorkelsdóttur, Guðmund Val Guðmundsson og Valtý Þórisson frá Vegagerðinni.

Gestirnir viku kl. 10:50 og nefndin hélt áfram að fjalla um málið.

4) 899. mál - stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi Kl. 10:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásu Valdísi Árnadóttur, Jóhannes Á. Jóhannesson og Guðjón Bragason frá Samtökum orkusveitarfélaga.

Þá fékk nefndin á sinn fund Ólaf Árnason og Ester Önnu Ármannsdóttur frá Skipulagsstofnun og Sverri Jónsson fra Umhverfisstofnun.

Samhliða var fjallað um 5. dagskrárlið.

5) 900. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun Kl. 10:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásu Valdísi Árnadóttur, Jóhannes Á. Jóhannesson og Guðjón Bragason frá Samtökum orkusveitarfélaga.

Þá fékk nefndin á sinn fund Ólaf Árnason og Ester Önnu Ármannsdóttur frá Skipulagsstofnun og Sverri Jónsson fra Umhverfisstofnun.

Samhliða var fjallað um 4. dagskrárlið.

6) 1114. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 12:00
Ákveðið var senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Tillaga um að Bjarni Jónsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00