70. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 4. júní 2024 kl. 09:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:00
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:45

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 46., 50. og 51. fundar voru samþykktar.

2) 1114. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helgu Maríu Pálsdóttur og Arnar Þór Sævarsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Þá kom á fund nefndar Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands.
Einnig kom á fund nefndar Sigurður Sigurðsson frá Heimili og skóla.

3) 899. mál - stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Snorra Sigurðsson frá Náttúrufræðistofnun.

Samhliða var fjallað um 4. dagskrárlið.

Gesturinn vék kl. 11:15 og nefndin hélt áfram að fjalla um málið.

4) 900. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Snorra Sigurðsson frá Náttúrufræðistofnun.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið.

Gesturinn vék kl. 11:15 og nefndin hélt áfram að fjalla um málið.

5) Önnur mál Kl. 11:20
Nefndin ræddi starfið framundan.

Andrés Ingi Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Þann 14. mars óskaði ég eftir því sem framsögumaður í 21. máli, frv. um loftslagsmál, að fá málið á dagskrá til að taka gesti. Sú beiðni var aftur tekin upp á fundi 16. apríl og ítrekuð 2. maí og 17. maí. Berist ósk frá framsögumanni um að tiltekið mál verði tekið á dagskrá er skýrt skv. þingskaparlögum að við því skal orðið svo fljótt sem kostur er. Miðað er við að formaður nefndar gefi viðhlítandi skýringar ef dregst umfram þrjá virka daga að setja málið á dagskrá fundar, en nú eru liðnir nærri þrír mánuðir án þess að nokkrar skýringar hafi verið gefnar. Meiri hlutanum kann að þykja óþægilegt að fjalla um frumvarp sem varpar ljósi á metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, en það breytir því ekki að hann þarf að fara að ákvæðum þingskapa við skipulagningu nefndarstarfa.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:23